Hlaðinn lofi fyrir Englabörn Freyr Bjarnason skrifar 14. janúar 2008 05:00 Platan Englabörn fær mjög góða dóma á heimasíðunni Pitchforkmedia.com. Endurútgefin plata Jóhanns Jóhannssonar, Englabörn, fær átta í einkunn af tíu mögulegum á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhann fær góða dóma á síðunni því hann fékk 7,5 fyrir plötuna Dís og 6,9 fyrir IBM 1401 - A User"s Manual. Platan, sem kom fyrst út árið 2002 en var endurútgefin á síðasta ári hjá útgáfufyrirtækinu 4AD, hefur að geyma tónlist sem Jóhann samdi við leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. „Leikhústónlist getur sýnt fram á það óvenjulega í hinu hefðbunda og það besta við Englabörn er að hún getur sýnt fram á það sama í lífinu sjálfu," segir í dómnum. Jóhannes Ágústsson, annar eigenda 12 Tóna sem gefur plötur Jóhanns út hér á landi, hefur mikið dálæti á Englabörnum. „Þetta hefur verið perla í versluninni hjá okkur. Þeir sem hafa ferðast um landið sjá landið í þessari plötu, það er alveg magnað. Þetta er svipað og fólk hefur verið að upplifa með Sigur Rós," segir Jóhannes. „Mikið af ferðamönnum sem eru að fara út á land vantar tónlist í bílinn og þetta er plata sem við mælum alltaf með sem góð ferðamúsík. Maður svífur eiginlega alltaf þegar maður heyrir þessa plötu," segir hann og bætir við að Jóhann sé orðinn einn virtasti tónlistarmaðurinn sem þeir hafi á sínum snærum. Menning Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Skautafjör á Laugarvatni í dag Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Endurútgefin plata Jóhanns Jóhannssonar, Englabörn, fær átta í einkunn af tíu mögulegum á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhann fær góða dóma á síðunni því hann fékk 7,5 fyrir plötuna Dís og 6,9 fyrir IBM 1401 - A User"s Manual. Platan, sem kom fyrst út árið 2002 en var endurútgefin á síðasta ári hjá útgáfufyrirtækinu 4AD, hefur að geyma tónlist sem Jóhann samdi við leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. „Leikhústónlist getur sýnt fram á það óvenjulega í hinu hefðbunda og það besta við Englabörn er að hún getur sýnt fram á það sama í lífinu sjálfu," segir í dómnum. Jóhannes Ágústsson, annar eigenda 12 Tóna sem gefur plötur Jóhanns út hér á landi, hefur mikið dálæti á Englabörnum. „Þetta hefur verið perla í versluninni hjá okkur. Þeir sem hafa ferðast um landið sjá landið í þessari plötu, það er alveg magnað. Þetta er svipað og fólk hefur verið að upplifa með Sigur Rós," segir Jóhannes. „Mikið af ferðamönnum sem eru að fara út á land vantar tónlist í bílinn og þetta er plata sem við mælum alltaf með sem góð ferðamúsík. Maður svífur eiginlega alltaf þegar maður heyrir þessa plötu," segir hann og bætir við að Jóhann sé orðinn einn virtasti tónlistarmaðurinn sem þeir hafi á sínum snærum.
Menning Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Skautafjör á Laugarvatni í dag Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira