Fótbolti

Rooney vill strá salti í sár Chelsea

Wayne Rooney spilar loksins aftur í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Wayne Rooney spilar loksins aftur í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Nordic Photos / Getty Images

Wayne Rooney verður aftur á fullri ferð með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa fótbrotnað í fyrsta leik tímabilsins.

United mætir Chelsea á morgun í stórleik helgarinnar í enska boltanum.

Hann sagðist hlakka til leiksins en bætti þó við að stærsti leikur ársins í hans augum væri gegn Liverpool.

„Já, auðvitað," sagði hann spurður hvort hann ætlaði að láta leikmenn Chelsea finna verulega fyrir sér á morgun.

„Það var frábært að fá að spila á miðvikudaginn og nú hef ég æft í nokkra daga í viðbót eftir það. Ég vonast til að verða nánast 100 prósent klár í leikinn á morgun," sagði Rooney en hann var í byrjunarliði United gegn Sporting Lissabon í Meistaradeildinni á miðvikudag.

„Chelsea er samt ekki stærsti leikur ársins fyrir mér. Hvað mig varðar er það leikurinn gegn Liverpool á Anfield. Ég held að flestum leikmönnum þykir mikið til þess koma að spila þar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×