Innlent

Tölvukerfi bankanna komið í lag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tímasetning bilunarinnar var ekki góð, svo skömmu fyrir jólin.
Tímasetning bilunarinnar var ekki góð, svo skömmu fyrir jólin.

Tölvukerfi Reiknistofnunar bankanna komst í lag um sexleytið í dag. Tölvukerfið bilaði um fjögurleytið og olli það sambandsleysi við heimabanka og hraðbanka, að sögn Helga Steingrímssonar, forstjóra Reiknistofnu bankanna. Starfsfólk Bónuss sagði í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag að bilunin hefði einnig áhrif á viðskipti þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×