Myndlist í Regnboganum 15. október 2007 04:30 Bjarni Massi sýnir stuttmyndir í Regnboganum í dag með Lorti. Myndlistarhátíðin Sequences stendur yfir um þessar mundir, en undir formerkjum hennar fara fram listviðburðir víðs vegar um höfuðborgina. Hluti af dagskrá Sequences fer fram í Regnboganum, Hverfisgötu 54, í dag og á morgun. Í dag verður það listfélagsskapurinn Lortur sem stígur á svið með stuttmyndadagskrá og sérlegan leynigest. Bjarni Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjarni massi, er meðlimur í Lorti. „Lortur er félagsskapur sem upphaflega var stofnaður í kringum kvikmyndagerð en hefur tekið nokkrum breytingum á liðnum árum. Meðlimir hafa farið í ýmsar áttir í sinni listsköpun og því er Lortur farinn að láta til sín taka á ólíkum listsviðum," segir Bjarni. Dagskráin sem Lortur býður upp á í Regnboganum eru stuttmyndir með myndlistarívafi, að sögn Bjarna. „Við ætlum þarna að sýna verk sem við höfum unnið nýlega. Þetta eru stuttar myndir sem falla þó kannski ekki beint í þetta hefðbundna stuttmyndaform. Þær eru fremur á mörkum kvikmyndagerðar og myndlistar. Sýndar verða myndir eftir mig og mynd eftir Kristján Loðmfjörð sem hann vann sem útskriftarverkefni frá myndlistarskóla í Hollandi. Svo verður vel þess virði að sjá framlag leynigestsins þar sem hann er enginn annar en rithöfundurinn góðkunni Huldar Breiðfjörð, en hann útskrifaðist úr kvikmyndagerðarnámi í New York nú í vor."Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir vídeóverk í Regnboganum á morgun.Á morgun hýsir Regnboginn aðra dagskrá á vegum Sequences, en þá munu nokkrir myndlistarmenn sýna vídeólist. Ásdís Sif Gunnarsdóttir er ein þeirra. „Verkið heitir „Once again I have fallen into my feminine ways". Þetta er ljóðræn og dramatísk vídeóstuttmynd um par sem lendir í hremmingum. Lára Sveinsdóttir og Daníel Björnsson leika parið og ég leik persónuna „Techno-witch". Myndin er unnin upp úr gjörningi sem ég framdi í Leikhúsi listamannins í Klink og Bank á sínum tíma," segir Ásdís. Það er ekki á hverjum degi sem myndlist er sýnd í bíó, en það leggst vel í Ásdísi. „Vídeóverk eftir mig var reyndar sýnt í Regnboganum í fyrra. Þá var ég með gjörning fyrir sýningu verksins, en ég sleppi því núna. Það var samt afskaplega skemmtilegt; fólk var með popp og kók og mikil bíóstemning ríkti." Aðrir listamenn sem sýna verk sín á þriðjudag eru Sigtryggur Berg Sigmarsson og Carsten Aaschmann, Jóhannes Atli Hinriksson, Marthe Thorshaug, Baldur Björnsson og Anna Lind. Viðburðirnir hefjast kl. 17 báða dagana og er aðgangur að þeim ókeypis. Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Myndlistarhátíðin Sequences stendur yfir um þessar mundir, en undir formerkjum hennar fara fram listviðburðir víðs vegar um höfuðborgina. Hluti af dagskrá Sequences fer fram í Regnboganum, Hverfisgötu 54, í dag og á morgun. Í dag verður það listfélagsskapurinn Lortur sem stígur á svið með stuttmyndadagskrá og sérlegan leynigest. Bjarni Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjarni massi, er meðlimur í Lorti. „Lortur er félagsskapur sem upphaflega var stofnaður í kringum kvikmyndagerð en hefur tekið nokkrum breytingum á liðnum árum. Meðlimir hafa farið í ýmsar áttir í sinni listsköpun og því er Lortur farinn að láta til sín taka á ólíkum listsviðum," segir Bjarni. Dagskráin sem Lortur býður upp á í Regnboganum eru stuttmyndir með myndlistarívafi, að sögn Bjarna. „Við ætlum þarna að sýna verk sem við höfum unnið nýlega. Þetta eru stuttar myndir sem falla þó kannski ekki beint í þetta hefðbundna stuttmyndaform. Þær eru fremur á mörkum kvikmyndagerðar og myndlistar. Sýndar verða myndir eftir mig og mynd eftir Kristján Loðmfjörð sem hann vann sem útskriftarverkefni frá myndlistarskóla í Hollandi. Svo verður vel þess virði að sjá framlag leynigestsins þar sem hann er enginn annar en rithöfundurinn góðkunni Huldar Breiðfjörð, en hann útskrifaðist úr kvikmyndagerðarnámi í New York nú í vor."Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir vídeóverk í Regnboganum á morgun.Á morgun hýsir Regnboginn aðra dagskrá á vegum Sequences, en þá munu nokkrir myndlistarmenn sýna vídeólist. Ásdís Sif Gunnarsdóttir er ein þeirra. „Verkið heitir „Once again I have fallen into my feminine ways". Þetta er ljóðræn og dramatísk vídeóstuttmynd um par sem lendir í hremmingum. Lára Sveinsdóttir og Daníel Björnsson leika parið og ég leik persónuna „Techno-witch". Myndin er unnin upp úr gjörningi sem ég framdi í Leikhúsi listamannins í Klink og Bank á sínum tíma," segir Ásdís. Það er ekki á hverjum degi sem myndlist er sýnd í bíó, en það leggst vel í Ásdísi. „Vídeóverk eftir mig var reyndar sýnt í Regnboganum í fyrra. Þá var ég með gjörning fyrir sýningu verksins, en ég sleppi því núna. Það var samt afskaplega skemmtilegt; fólk var með popp og kók og mikil bíóstemning ríkti." Aðrir listamenn sem sýna verk sín á þriðjudag eru Sigtryggur Berg Sigmarsson og Carsten Aaschmann, Jóhannes Atli Hinriksson, Marthe Thorshaug, Baldur Björnsson og Anna Lind. Viðburðirnir hefjast kl. 17 báða dagana og er aðgangur að þeim ókeypis.
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira