Lífið

Gibson í góðum málum

Tekinn Handtaka Gibsons vakti heimsathygli enda lét leikarinn niðrandi ummæli falla um gyðinga.
Tekinn Handtaka Gibsons vakti heimsathygli enda lét leikarinn niðrandi ummæli falla um gyðinga.

Ástralski leikarinn Mel Gibson virðist óðum vera að ná sér eftir erfitt tímabil og dómari í máli hans lýsti yfir ánægju með þróun mála.

Gibson var handtekin fyrir rétt tæpu ári en hann var þá grunaður um að vera ölvaður undir stýri. Þegar lögreglumaður nálgaðist hann lét Gibson fúkyrði fjúka yfir gyðinga og náðust ummælin á myndband. Þetta vakti mikla reiði meðal áhrifamanna í Hollywood enda gyðingar valdamikill hópur í kvikmyndaborginni. Leikarinn baðst afsökunar og lýsti því yfir að hann hefði ekkert á móti gyðingum. „Þetta var áfengið að tala, ekki ég,“ sagði Gibson þá.

 

Tekur sig á Mál Gibsons var tekið til umfjöllunar að nýju og virðist áströlsku stórstjörnunni ganga vel í sínum bata.

Leikarinn var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi, gert að fara í áfengismeðferð og borga sekt. Farið var yfir stöðu mála nýverið fyrir dómi í Kaliforníu og sagði dómarinn Lawrence Mira að hún hefði mikla trú á meðferðinni og að greinilegt væri að Gibson legði sitt af mörkum til að ná bata. Gibson var ekki viðstaddur yfirferðina yfir málið en lögfræðingur hans, Blair Berk, sýndi fram á að Gibson væri allur af vilja gerður og hefði varla sleppt úr fundi í meðferð sinni.

Dómarinn Mira taldi þrátt fyrir allt að nauðsynlegt væri að Gibson myndi láta sjá sig næst. „Þannig að við séum öll á sama máli,“ sagði Mira. Talsmaður leikarans, Alan Nierob, lýsti því síðan yfir við AP-fréttastofuna að skjólstæðingi hans liði vel og að allt gengi samkvæmt áætlun. „Hann leggur mjög hart að sér,“ sagði Nierob.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.