Innlent

Saksóknari hefur kært frávísun

Saksóknari í Baugsmálinu, hefur kært frávísun héraðsdóms á tíu ákæruliðum málsins til Hæstaréttar. Hann hefur einnig kært frávísun ákærunnar á hendur Jóni Geraldi Sullenberger. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það af hálfu saksóknara hvort hann áfrýjar fleiri liðum málsins.

Dómurinn í gær virðist hafa vakið litla athygli utan landsteinanna. Varla er minnst á hann í dönsku blöðunum, ekki einu sinni í Ekstra Bladet sem skrifaði mikinn greinaflokk um íslensku útrásina í fyrra. Sama má segja um bresku blöðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×