Innlent

Amfetamín og skotvopn fundust við húsleitir

Lögreglan lagði hald á töluvert magn af amfetamíni við húsleitir á tveimur stöðum í gærkvöld og nótt. Í annarri íbúðinni fundust jafnframt skotvopn. Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin vegna málanna. Þá voru þrír handteknir í miðborginni í gær grunaðir um fíkniefnamisferli. Einn þeirra hafði í fórum sínum töluvert magn af hassi og LSD. Ekki er talið að málin séu skyld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×