Innlent

Þröstur byggir sér hjólhýsi

Björg Erlingsdóttir á Höfn
Björg Erlingsdóttir á Höfn MYND/Horn.is

Þegar Björg Erlingsdóttir á Höfn tók fram reiðhjólið í gærmorgun hafði þröstur gert sér hreiður í körfunni á hjólinu. Björg segist hafa séð mosatægjur í körfunni í fyrrakvöld og hélt að þar hefðu börn átt í hlut. Raunin var sú að þröstur var byrjaður að leggja þar grunn að hreiðri.

Björg fór þó á hjólinu til vinnu í gær enda tekur hún þátt í átakinu Hjólað í vinnuna og bíllinn auk þess bilaður. Í morgun ákvað hún þó að láta hjólið standa útí garði og fylgist hún grannt með því hvort þrösturinn haldi áfram að innrétta hreiðrið og verpi jafnvel. Ef svo fer ætlar hún að taka körfuna af hjólinu svo þrösturinn geti lagst á í friði.

Það er haft á orði á vinnustað Bjargar að þröstinn hafi langað í hjólhýsi og því valið þennan hreiðustað.

Sjá greinina á horn.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×