Lífið

Tarantino lentur og fagnar nýju ári á Íslandi

Breki Logason skrifar
Tarantino hefur verið að skoða húsnæði hér á landi.
Tarantino hefur verið að skoða húsnæði hér á landi.

Leikstjórinn síglaði Quentin Tarantino ætlar að fagna nýju ári á Íslandi. Tarantino sem fyrir löngu er orðinn einn af bestu vinum Íslands kom með flugi frá New York í morgun.

Hann kom með leikstjóranum Eli Roth en þeir eru að heimsækja vin sinn Eyþór Guðjónsson sem meðal annars lék í kvikmyndinni Hostel sem þeir félagar gerðu.

Félagarnir ætla að vera á landinu í viku en þetta er í þriðja skipti sem Eli kemur og annað skiptið sem Tarantino er hér yfir áramótin. Dagskárin er að skríða saman hjá strákunum en meðal annars ætla þeir að skella sér í Laugar, fara eitthvað gott út að borða og njóta lífsins á íslandi.

Tarantino sem er mikill glaumgosi mun vera heillaður af flugeldunum sem íslendingar skjóta upp um áramótin en hann kallar áramótin á Íslandi "Stærstu flugeldasýningu í heimi."

Tarantino og Eli Roth líkar svo vel við landið að þeir hafa sýnt því áhuga að kaupa hús hér á landi. Hafa þeir eitthvað kannað þau mál en eru ekki búnir að finna neitt. Sagan segir að þeir séu mjög heitir fyrir Kópavogi en eins og flestir vita er gott að búa þar.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá verða þeir á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti annað kvöld. Munu þeir vera opnir fyrir öllu og eru spenntir fyrir því að kíkja á kvenfólkið sem þeir eru mjög heillaðir af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×