Innlent

Bilanir hjá Landsneti

Frá lagningu Sultartangalínu 3.
Frá lagningu Sultartangalínu 3.
Sultartangalína 3, sem er 220 kílóvatta flutningslína milli Sultartanga og Brennimels í Hvalfirði, er óvirk vegna bilunar.

Truflanir voru á rekstri línunnar nú í morgun sem virðast hafa valdið því að álag kerskála númer 2 hjá Norðuráli og kerskála númer 3 hjá ISAL fóru út um tíma. Við það að svo mikið álag leysi út samstundis, verður talsverður óróleiki í spennu og tíðni í skamman tíma, sem almennir notendur geta orðið varir við t.d. sem blikk í ljósum.

Í einu truflanatilvikinu í morgun leiddi óróleikinn á suðvesturlandi til útleysinga á byggðalínunni á Norður- og Austurlandi. Við það urðu einhverjir almennir notendur fyrir straumleysi í skamman tíma, t.d. á Eskifirði og við Kirkjubæjarklaustur, auk þess sem truflanir urðu á rekstri nokkurra aflstöðva.

Starfsmenn Landsnets hafa fundið bilunina á Sultartangalínu 3 og vinna að lagfæringum. Það að línan sé úr rekstri tímabundið hefur ekki áhrif á afhendingu rafmagns til almennra notenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×