Enski boltinn

Jol ætlar ekki að gera breytingar á liði sínu

NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol, stjóri Tottenham, ætlar ekki að gera miklar breytingar á liði sínu sem mæltir smáliðinu Anothosis Famagusta í Evrópukeppni félagsliða annað kvöld. Hann segist verða að halda sig við fastamenn sína því þeir þurfi einfaldlega tíma til að spila sig saman.

Nokkur meiðsli hafa verið í herbúðum Tottenham í byrjun leiktíðar, en það afsakar ekki arfaslakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni, þar sem uppskeran er 4 stig og 4 töp eftir sex umferðir.

"Þessi leikur væri venjulega tækifæri fyrir mig til að hrista upp í byrjunarliðinu og leyfa mönnum að reyna sig, en ég get ekki tekið áhættuna á því núna. Liðið verður að spila sig betur saman og við erum ekki í aðstöðu til að taka áhættu. Við eigum að vera sigurstranglegri en við höfum ekki staðið okkur í deildinni og verðum því að reyna að koma takti í byrjunarliðið," sagði Jol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×