Fótbolti

Evans sektaður fyrir drykkjuskap

NordicPhotos/GettyImages

Norður-Írska knattspyrnusambandið gaf það út í dag að varnarmaðurinn Jonathan Evans hefði verið annar leikmaðurinn sem sektaður var eftir dvöl liðsins hér á Íslandi á dögunum, en áður hafði Kieth Gillespie verið sektaður fyrir að stofna til slagsmála.

Evans var refsað fyrir að neyta áfengis eftir tap norður-írska liðsins á Laugardalsvelli, en sektin á ekkert skilt við áflogin sem urðu um borð í flugvélinni áður en hún fór í loftið. Peningarnir sem sambandið rukkar inn í sektargreiðslur rennur óskert til góðgerðamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×