Innlent

Einmuna veðurblíða á Norður- og Austurlandi

MYND/GVA

Einmuna veðurblíða ríkir á Norður- og Austurlandi þessa dagana. Hitamet hafa fallið eins og hráviði og er daglegt brauð sums staðar að hitinn fari í 20 stig.

Fólk notar hvert tækifæri til að viðra sig og sáu krakkarnir í Menntaskólanum á Akureyri sáu leik á borði í dag og lærðu undir prófin sín utan dyra. Sólolía, sem alla jafna rykfellur í aprílmánuði, selst nú í miklum mæli og í Brynjuísbúðinni á Akureyri segjast starfsmenn hafa slegið sölumet um helgina. Þar telja menn mjólkurmagnið sem fer ofan í ísþyrsta í tonnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×