Innlent

Fólk hvatt til að mæta á baráttufundi

MYND/Ægir Dagsson

Fyrsti maí, alþjóðlegur baráttudagur verkamanna verður haldinn hátíðlegur með baráttufundum um allt land á morgun. Í tilkynningu frá BSRB er fólk hvatt til að fjölmenna í kröfugöngur og á útifundi. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi klukkan eitt og mun kröfuganga leggja af stað hálftíma síðar. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur munu leiða gönguna. Gengið verður niður Laugaveg, Bankastræti og Austurstræti og inn á Ingólfstorg þar sem útifundur hefst klukkan tíu mínútur yfir tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×