Innlent

Vörubíll valt á brú við Brú í Hrútafirði

MYND/VG

Búið er að kalla út þyrlu landhelgisgæslunnar vegna umferðaróhapps við Brú í Hrútafirðir. Vörubíll valt á brúnni og situr ökumaður fastur í bílnum. Þjóðvegur eitt er lokaður á svæðinu vegna slyssins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blöndósi valt vörubíll á brúnni við Brú í Hrútafirði með þeim afleiðingum að ökumaður festist inni í bifreiðinni. Verið er að losa manninn en ekki liggur fyrir hvort hann sé mikið slasaður.

Þyrla landhelgisgæslunnar, Steinríkur, var kölluð og kom hún á slysstað um klukkan tólf.

Þjóðvegur eitt er lokaður á svæðinu vegna slyssins og hefur mikil bílaröð myndast sitt hvoru megin við brúnna.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×