Innlent

Dómari víkur ekki sæti

MYND/Ingólfur

Héraðasdómur Reykjavíkur hafnaði í nú rétt fyrir hádegi kröfu lögmanna olíufélanna að Sigrún Guðmundsdóttir, héraðsdómari, viki sæti í máli olíufélaganna gegn samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu.

Olíufélögin höfðu farið fram á að hún viki sæti vegna afstöðu sem hún tók í máli Sigurðar Hreinssonar gegn Keri. Þar sagði að samráðið væri óumdeilt og hefði valdið því að olía hefði hækkað í verði.

Olíufélögin hafa mánuð til að kæra þessa niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×