Innlent

Ákveðið í dag hvort dómari víki sæti í olíumálinu

MYND/Ingólfur

Kveðinn verður upp úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi í dag hvort Sigrún Guðmundsdóttir, héraðsdómari, víki sæti í máli olíufélaganna gegn Samkeppniseftirlitinu. Lögmaður Olís telur Sigrúnu hafa gert sig vanhæfa eftir að hafa dæmt í öðrum skaðabótamálum gegn olíufélögunum.

Sigrún tók dómarasæti í málinu eftir að Skúli Magnússon dómari þurfti frá að hverfa en hann hefur ráðið sig til starfa hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemburg frá og með morgundeginum. Sigrún var meðal dómara í málum sem til hefur komið vegna óumdeilds samráðs olíufélaganna á tímabilinu 1993 til og með meirihluta ársins 2001.

Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður og stjórnarformaður Olís, lagði fram bókun um að Sigrún skyldi víkja úr dómnum er málið var tekið fyrir. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Kers, og Hörður F. Harðarson, lögmaður Skeljungur, samþykktu bókunina fyrir sitt leytið.

Telja þeir Sigrúnu hafa með orðum sínum í dómum héraðsdóms í máli Reykjavíkurborgar, og fyrirtækja hennar, gegn olíufélögunum og máli Sigurðar Hreinssonar, smiðs frá Húsavík, gegn Keri, gert sig vanhæfa til þess að dæma í fyrrnefndu máli með hlutlausum hætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×