Innlent

Barnaspítalinn naut afraksturs dósasöfnunar

Jólasveinarnir skemmtu krökkunum með söng og leik.
Jólasveinarnir skemmtu krökkunum með söng og leik. Mynd/Sigurður Ástgeirsson

Starfsmenn Íslenska Gámafélagsins og Vélamiðstöðvarinnar stóðu fyrir dósasöfnun á árinu í fyrirtækinu og afhentu þeir Barnaspítala Hringsins afraksturinn þann 19. desember síðastliðinn. Alls söfnuðust 300 þúsund krónur en fyrirtækið bætti við 200 þúsundum. Samtals er því styrkurinn að upphæð 500 þúsund krónur.

Jólasveinar mættu á svæðið til að gleðja börnin og Gísli Hlynur Jóhannsson, formaður starfsmannafélagsins, sýndi töfrabrögð við mikinn fögnuð viðstaddra.

Anna Ólafía Sigurðardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, tók á móti styrknum fyrir hönd Barnaspítalans en Gísli Hlynur Jóhannsson, formaður starfsmannafélagsins Völundar, afenti styrkinn fyrir hönd starfsmanna Íslenska Gámafélagsins og Vélamiðstöðvarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×