Innlent

Flest skíðasvæði lokuð í dag

Flest skíðasvæði á landinu eru lokuð í dag, þó verður aðallyftan á skíðasvæðinu í Oddsskarði opin frá klukkan 11 til 16. Þar er þó einungis hægt að skíða á troðnum brautum. Í Bláfjöllum og Skálafelli er verið að troða fyrsta lagið af snjó en grjót kemur víða í gegn. Þar er vonast til að snjói nægilega næstu daga svo hægt verði að opna um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×