Innlent

Eldur í bílskúr við Kolbeinsmýri

Mikill eldur gaus upp í bílskúr sem stendur á milli tveggja raðhúsa við Kolbeinsmýri á Seltjarnarnesi í kvöld. Enginn slasaðist en töluverð hætta skapaðist um tíma því að minnst tveir gaskútar voru í skúrnum og losnaði öryggisventill af öðrum þeirra. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en töluverðar skemmdir urðu á skúrnum og ýmsum munum sem voru geymdir inni í honum. Þar á meðal var vélhjól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×