Innlent

Vonar að Björgólfur bjargi aftansöngnum á RÚV

Baldur Kristjánsson vill að Björgólfur Guðmundsson kosti sjónvarpsmessu fyrir RÚV.
Baldur Kristjánsson vill að Björgólfur Guðmundsson kosti sjónvarpsmessu fyrir RÚV.

Séra Baldur Kristjánsson, fyrrverandi biskupsritari og sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli, vonar að Björgólfur Guðmundsson muni í framtíðinni kosta jólamessu á aðfangadagskvöld í Sjónvarpinu.

„Það hefur satt að segja alltaf verið pínulítið hallærislegt að sjónvarpa fyrirfram upptekinni messu án nokkurs safnaðar," segir Baldur á vefsíðu sinni. Hann furðar sig á því að messan sem sjónvarpað er á Ríkissjónvarpinu á aðfangadagskvöld sé eingöngu með kór, organista og biskupi. „Enginn söfnuður til staðar, vantar alveg peðin, riddarana og hrókana. Þetta safnaðarleysi er í beinni andstöðu við stefnu þjóðkirkjunnar sem er að hafa fólk í messum - og að það fólk taki þátt í messunni," segir Baldur.

Skammt er síðan greint var frá því að Björgólfur og Ríkisútvarpið gerðu samning um framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni sem sýnt verður í Ríkissjónvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×