Innlent

Varað við flughálku á Austfjörðum

MYND/Ásgrímur

Vegagerðin varar við flughálku á Austfjörðum en hálka og snjóþekja er víða á landinu í dag. Vegir eru þó víðast hvar færir.  Á Suðurlandi er hálka og hálkublettir og hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum.

Á Vesturlandi er hálka og snjóþekja og snjóþekja er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Þá er víðast hvar snjóþekja á Vestfjörðum og sömu sögu er að segja af Norðurlandi. Hálka er á Öxnadalsheiði. Á Austfjörðum er hálka og hálkublettir og Öxi er þungfær. Á Suðausturlandi er hálka og snjóþekja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×