Innlent

Auglýsingaskilti gekk langt inn í bíl

Ökumaður bíls meiddist lítils háttar eftir að bíll hans rann á auglýsingaskilti við Drottningarbraut á Akureyri í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var áreksturinn allharður því skiltið gekk langt inn í bílinn. Nokkur hálka var á veginum og telur lögregla að ökumaðurinn hafi ekki hagað akstri í samræmi við aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×