Innlent

Eldur í iðnaðarhúsnæði að Höfðabakka

MYND/Anton

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt út um hálfeittleytið í nótt vegna elds sem hafði komið upp í húsnæði glerverkstæðisins Glermanna að Höfðabakka. Húsnæðið er í eigu Prentsmiðjunnar Odda.

Talið er að kviknað hafi í kæliskáp út frá rafmagni. Slökkvistarf tók um klukkustund, þar á meðal reykræsting, en ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð í eldinum.

Þá var nóg að gera hjá slökkviliðinu í sjúkraflutningum eins og öll jól en margir eru fluttir til síns heima til að geta notið jólahátíðarinnar með sínum nánustu og svo aftur á sjúkrahús. Sjúkraflutningamenn fóru í 86 flutninga á aðfangadag og fram á jólanótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×