Innlent

Jól í Kirkjugörðunum

Starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur verða við vinnu til klukkan þrjú í dag við að leiðbeina og aðstoða þá sem hyggjast vitja leiða látinna ástvina áður en jólahátíðin gengur í garð.

Fólk er þegar tekið að streyma í garðinn en búast má vð að umferð aukist þegar líður á daginn og nái hámarki um hádegisbil. Bílaumferð um Fossvogskirkjugarð er bönnuð öðrum en þeim sem eru hreyfihamlaðir en í Gufuneskirkjugarði og í Kópavogsgarði er umferð með hefðibundnu sniði, að sögn Þorgeirs Adamssonar garðyrkjustjóra.

Mikill hátíðarblær hvílir yfir kirkjugörðunum í dag og mun kvartett Ernu Blöndal flytja nokkur lög á milli ellefu og tólf bæði í Gufunesgarði og Fossvogsgarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×