Innlent

Lögreglumaður kinnbeinsbrotnaði

Ölvaður maður réðst að lögreglumanni á lögreglustöðinni við Hverfisgötu á fjórða tímanum í nótt með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotnaði. Maðurinn hafði verið handtekinn á Hverfisgötunni fyrir eignarspjöll en þegar til stóð að færa hann í fangageymslur brást hann við með fyrrgreindum afleiðingum. Mikill mannfjöldi var samankominn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt eins og venja er á Þorláksmessu en allt fór þó vel fram ef árásin á lögreglumanninn er undanskilin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×