Innlent

Dópaður ökumaður handtekinn tvisvar sama dag

Lögreglan á Akureyri hafði í gærkvöld afskipti af ökumanni á Akureyri sem grunaður er að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöðina þar sem að sýni voru tekin úr honum vegna rannsóknar máls. Ökumanninum var sleppt að loknum yfirheyrslum.

 

Lögreglumenn urðu svo varir við sama ökumann á ferðinni á bifreið seinna um nóttina. Þegar þeir gáfu ökumanninum stöðvunarmerki reyndi hann að stinga lögreglu af og ók á mikilli ferð stutta vegalengd en stöðvaði síðan og hljóp úr bifreiðinni. Lögreglumennirnir hlupu ökumanninn uppi og handtóku hann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

 

Seinni part föstudagsins 21 desember hljóp lögreglan á Akureyri einnig uppi ökumann sem að grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var í annarlegu ástandi og var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöðina á Akureyri.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×