Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Breiðholtsbraut í kvöld

Lögregla og slökkvilið er nú statt á Breiðholtsbrautinni, við Bakkana, en þar varð alvarlegt umferðarslys nú á níunda tímanum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins skullu tveir bílar þar saman og er verið að klippa einn slasaðan út úr öðrum bílnum. Búið er að flytja annan á slysadeild og eru meiðsli þeirra talin alvarleg.

Fyrr um kvöldið var lögreglan kölluð út í Mosfellsseit, við Álafossveginn. þar höfðu þrír bílar skollið saman. Einn var fluttur á slysadeild en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg.

Mikil hálka hefur myndast í kvöld á mörgum götum höfuðborgarsvæðisins og er ástæða til að brýna um fyrir ökumönnum að fara varlega í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×