Innlent

Hálka og él herja á Hellisheiði

Hálka og éljagangur eru á Hellisheiði og í Þrengslum, einnig á Holtavörðuheiði og á heiðum Vestfjarða, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar.

Þá eru hálkublettir um allt sunnan og vestanvert landið en greiðfært er um Norðaustur-og Austurland. Þungatakmarkanir eru enn í gildi fyrir flutningabíla vegna hættu á slitlagsskemmdum og er ásþungi takmarkaður við 10 tonn á flestum aðalleiðum í öllum landshlutum nema á Suðvesturlandi og hluta Vesturlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×