Innlent

Kviknaði í kertaskreytingu í Safamýri

Kertaskreytingar geta verið stórhættulega sé ekki farið að með gát.
Kertaskreytingar geta verið stórhættulega sé ekki farið að með gát.

Slökkviliðið og lögregla var kallað að Safamýri nú undir kvöld þegar að kviknaði í kertaskreytingu. Búið var að ráða niðurlögum eldsins þegar slökkvilið kom á staðinn og enginn meiddist að sögn slökkviliðsmanna.

Óvenju lítið hefur verið um kertaskreytingabruna það sem af er aðventunni. „Það er eins og fólk sé bara betur vakandi yfir þessu núna," sagði slökkviliðsmaður í samtali við vísi.

Undanfarin ár hafa að meðaltali verið um 120 kertabrunar í desember og má reikna með að 60-90 íbúðir skemmist vegna kertabruna um jól og áramót, samkvæmt tölum sem Forvarnarhús Sjóvá gerði opinberar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×