Innlent

Geta ekki beitt sér vegna Blárra tunna

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, tók við fyrstu Bláu tunnunni í sumar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, tók við fyrstu Bláu tunnunni í sumar.

Samkeppniseftirlitið segir hendur sínar bundnar vegna kvörtunar Gámaþjónustunnar yfir því að Reykjavíkurborg sé í samkeppni við fyrirtækið og bjóði upp á svokallaðar Bláar tunnur.

Um er að ræða endurvinnslutunnur fyrir heimili og má setja í þær dagblöð og ýmsan prentappír. Taldi Gámaþjónustan að að Bláu tunnurnar væru í beinni samkeppni endurvinnslutunnur fyrirtækisins og að Reykjavíkurborg hefði afgerandi samkeppnisforskot vegna stöðu sinnar.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru fyrir hendi lagaskilyrði til íhlutunar vegna þess að Bláu tunnurnar féllu innan lögbundinna skylduverkefna sveitafélaga. Vísbendingar væru um að rekstur Reykjavíkurborgar á Bláu tunnunum raskaði samkeppni á markaði fyrir sorphirðu. Hendur eftirlitsins væru hins vegar bundnar vegna fyrrgreindra hlutverka sveitarfélaga.

Samkeppniseftirlitið áskyldi sér þó rétt til þess að taka síðar til athugunar hvort ástæða sé til þess að beina áliti til Reykjavíkurborgar í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×