Innlent

Dæmdur fyrir innbrotahrinu á Suðurlandi í nóvember

Þessi rauða sæþota var meðal þess sem maðurinn stal í ránsferð sinni.
Þessi rauða sæþota var meðal þess sem maðurinn stal í ránsferð sinni.

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot í lok nóvember síðastliðins.

Maðurinn stal bíl 28. nóvember í Reykjavík og ók austur fyrir fjall þar sem hann lét greipar sópa á nokkrum stöðum í Árnes- og Rangárvallasýslu. Aðfararnótt 29. nóvember braust hann svo inn í inntaksmannvirki Búrfellsvirkjunar við Ísakot í Árnessýslu en þar fann lögregla hann sofandi.

Meðal þess sem maðurinn stal var gróðurhúsalampar og blómapottar úr gróðurhúsi, sæþota, bíllyklar úr sex bílum sem stóu fyrir utan bifreiðaverkstæði, tölvur, sjónvarp og ýmislegt smálegt úr íbúðarhúsum.

Maðurinn játaði sök í málinu en með brotunum rauf hann skilorð fyrri dóms. Þótti refsing hans hæfileg fangelsi í átta mánuði en frá dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 30 nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×