Innlent

Gjafabréf fyrir hænur og geitur renna út

MYND/AP

Sala á gjafabréfum fyrir hænum, geitum, saumavélum, grænmetisgörðum, smokkum og hreinu vatni í þróunarlöndum hefur gengið vel hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.

Þegar hafa selst gjafabréf fyrir 3,5 milljónir króna eftir því sem segir í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar og munu margir njóta góðs af gjöfunum í ár. Ekki sér fyrir endann á sölunni því starfsfólk Hjálparstarfsins mun afgreiða gjafabréf alveg fram á aðfangadag. Hægt er að fræðast um gjafabréfin á vefnum gjofsemgefur.is.

 

„Þessi góði árangur er enn eitt dæmi um að Íslendingar láta sig málefni náungans varða. Hjálparstarf kirkjunnar miðlar þessum stuðningi áfram til þeirra sem mest þurfa á að halda og þakkar öllum sem styrkja starfið," segir í tilkynningu Hjálparstarfs kirkjunnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×