Innlent

Lögreglan leitar að leikjatölvuþjófi

Lögreglan á Akureyri óskar eftir því að ná tali af ungum manni sem er grunaður um þjófnað úr verslun Hagkaupa á Akureyri á miðvikudagskvöld.

Myndir af manninum náðust á öryggismyndavélar þar sem hann sést taka tvær Play Station leikjatölvur að verðmæti um 80.000 krónur og lauma sér út um neyðarútgang í versluninni. Lögregla segir að enginn á Akureyri kannist við manninn. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar hver hann er, eru vinsamlegast beðnir um að láta lögregluna á Akureyri vita í síma 464-7705.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×