Landsmenn að verða 313 þúsund 21. desember 2007 09:31 Landsmenn voru orðnir 312.872 þann 1. desember og hafði fjölgað um rúmlega fimm þúsund á einu ári. Þrátt fyrir þetta segir á vef Hagstofunnar að nokkuð hafi dregið úr fólksfjölgun eftir að hún var óvenju hröð undanfarin þrjú ár. Árleg fólksfjölgun er nú 1,8 prósent samanborið við 2,6 prósent frá 1. desember 2005 til 1. desember 2006 og 2,1 prósent árið þar á undan. Þótt nú dragi úr fólksfjölgun er hún mikil hvort sem litið er til annarra þjóða eða til fyrri tímabila hérlendis. Jafn mikil fólksfjölgun hefur ekki orðið hér á landi frá því um miðbik sjöunda áratugarins og í engu öðru Evrópulandi er fólksfjölgun jafn mikil og hér. Fólksfjölgun í álfunni hefur verið um 0,2 prósent og í einungis örfáum löndum Evrópu er árleg fólksfjölgun meiri en 1 prósent. Fólksfjölgun fremur rakin til aðstreymis frá útlöndum Þótt náttúruleg fólksfjölgun eigi enn talsverðan þátt í fjölgun íbúa hér á landi verður fólksfjölgun undanfarin ár öðru fremur rakin til mikils aðstreymis fólks frá útlöndum, segir í frétt Hagstofunnar. Frá 1. desember í fyrra til 1. desember í ár var fjöldi aðfluttra umfram brottflutta rúmlega 3.000. Á sama tíma voru fæddir umfram dána tæplega 2.600 talsins. Náttúruleg fólksfjölgun á árinu nam tæpu 0,8 prósent en tíðni flutningsjöfnuðar var 1,1 prósent. Talsvert hefur dregið úr flutningsjöfnuði frá því í fyrra en þá var tíðni flutningsjöfnuðar 1,8 prósent. Undanfarin ár hafa karlar verið mun fleiri en konur í flutningum til landsins enda hafa virkjana- og stóriðjuframkvæmdir og byggingariðnaður einkum höfðað til karla. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað mikið hér á landi undanfarin ár og er hlutfall þeirra af íbúum í heild er nú 6,8 prósent samanborið við 6 prósent fyrir ári. Langflestir erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi eru með pólskt ríkisfang (8.350), í kjölfar þeirra fylgja Litháar (1.316), Þjóðverjar (980), Danir (903), Portúgalar (886) og einstaklingar með ríkisfang á Filippseyjum (771). Fjöldi einstaklinga með ríkisfang á Norðurlöndum hefur lítið breyst undanfarna áratugi en flestum öðrum þjóðernum hefur fjölgað til muna. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Landsmenn voru orðnir 312.872 þann 1. desember og hafði fjölgað um rúmlega fimm þúsund á einu ári. Þrátt fyrir þetta segir á vef Hagstofunnar að nokkuð hafi dregið úr fólksfjölgun eftir að hún var óvenju hröð undanfarin þrjú ár. Árleg fólksfjölgun er nú 1,8 prósent samanborið við 2,6 prósent frá 1. desember 2005 til 1. desember 2006 og 2,1 prósent árið þar á undan. Þótt nú dragi úr fólksfjölgun er hún mikil hvort sem litið er til annarra þjóða eða til fyrri tímabila hérlendis. Jafn mikil fólksfjölgun hefur ekki orðið hér á landi frá því um miðbik sjöunda áratugarins og í engu öðru Evrópulandi er fólksfjölgun jafn mikil og hér. Fólksfjölgun í álfunni hefur verið um 0,2 prósent og í einungis örfáum löndum Evrópu er árleg fólksfjölgun meiri en 1 prósent. Fólksfjölgun fremur rakin til aðstreymis frá útlöndum Þótt náttúruleg fólksfjölgun eigi enn talsverðan þátt í fjölgun íbúa hér á landi verður fólksfjölgun undanfarin ár öðru fremur rakin til mikils aðstreymis fólks frá útlöndum, segir í frétt Hagstofunnar. Frá 1. desember í fyrra til 1. desember í ár var fjöldi aðfluttra umfram brottflutta rúmlega 3.000. Á sama tíma voru fæddir umfram dána tæplega 2.600 talsins. Náttúruleg fólksfjölgun á árinu nam tæpu 0,8 prósent en tíðni flutningsjöfnuðar var 1,1 prósent. Talsvert hefur dregið úr flutningsjöfnuði frá því í fyrra en þá var tíðni flutningsjöfnuðar 1,8 prósent. Undanfarin ár hafa karlar verið mun fleiri en konur í flutningum til landsins enda hafa virkjana- og stóriðjuframkvæmdir og byggingariðnaður einkum höfðað til karla. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað mikið hér á landi undanfarin ár og er hlutfall þeirra af íbúum í heild er nú 6,8 prósent samanborið við 6 prósent fyrir ári. Langflestir erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi eru með pólskt ríkisfang (8.350), í kjölfar þeirra fylgja Litháar (1.316), Þjóðverjar (980), Danir (903), Portúgalar (886) og einstaklingar með ríkisfang á Filippseyjum (771). Fjöldi einstaklinga með ríkisfang á Norðurlöndum hefur lítið breyst undanfarna áratugi en flestum öðrum þjóðernum hefur fjölgað til muna.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira