Innlent

Lítill verðmunur í Krónunni og Bónus segir ASÍ

Innan við 4 króna verðmunur var á einstökum vörum í Krónunni og Bónus í 23 skiptum af þeim 28 vörutegundum sem til voru í báðum verslunum, samvkæmt verðkönnun á jólamat sem ASÍ í hádeginu í dag. Mikill verðmunur reyndist milli einstakra vara og einstakra verslana, en sex verslanir voru kannaðar.

Mestur verðmunur í prósentum var á ýmsum algengum smávörum. Þannig munaði yfir 100% á hæsta og lægsta verði á; Fitty samlokubrauði frá Myllunni (136%); Ora grænum baunum 450 gr. (108,8%) og mandarínum/klementínum (100,8%). Mestu munar í krónum talið á dýrari vörum svo sem kjöti. Þannig munaði 709 kr. á kílóaverði á SS birkireyktu hangilæri; 269 kr. á kílóaverði á KEA hamborgarhrygg með beini og 251 kr. á kílóaverði á frosnum heilum kalkún.

Könnunin var gerð með þeim hætti að starfsmenn á vegum ASÍ fór í verslanir og tíndi vörur í körfu án þess að gera grein fyrir að um verðtöku væri að ræða. Það var ekki fyrr en búið var að skanna inn allar vörur á kassa og gefa upp verð, að gerð var grein fyrir að um verðkönnun væri að ræða. Þá var óskað eftir að fá verðstrimla til að vinna úr. Var orðið við þeirri beiðni í 6 verslunum af 8. Í verslunum Hagkaupa í Skeifunni og í verslun Nóatúns við Hringbraut var því hafnað að afhenda verðstrimla og þar af leiðandi þátttöku í verðkönnuninni.

Könnunin var gerð í Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Bónus Kringlunni, Krónunni Granda, Samkaupum- Úrval Miðvangi 41, Kaskó Vesturbergi 76, Nettó í Mjódd, Hagkaupum Skeifunni, Nóatúni við Hringbraut.

ASÍ tekur fram að aðeins hafi verið um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Ef smellt er á hlekkinn hér að neðan má sjá niðurstöður könnunarinnar betur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.