Innlent

Hass og e-töflur á Litla-Hrauni

MYND/Heiða

Tvö fíkniefnamál komu upp á Litla-Hrauni í liðinni viku og lagði lögreglan á Selfossi hald á nokkrar e-töflur og lítilræði af hassi í þeim. Í dagbók lögreglunnar segir að fíkniefnahundurinn á Hrauninu hafi vísað á efnin.

Þá var maður handtekinn á skemmtistaðnum Draugabarnum á Stokkseyri í vikunni þar sem hann bar merki þess að vera undir áhrifum örvandi efna. Við leit á honum fannst skammtur af amfetamíni. Maðurinn geymdur í fangageymslu og síðan yfirheyrður þegar víman var runnin af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×