Innlent

Alþingi komið í jólafrí

Alþingi samþykkti nú fyrir stundu umdeild lög um þingsköp. Þar með eru alþingismenn eru farnir í jólafrí en fram eftir degi leit út fyrir að ekki myndi nást að afgreiða þau sextán mál sem voru á dagskrá þingsins.

Fyrsta mál á dagskrá var önnur umræða um þingskaparlögin. Þá var framhaldið umræðum sem stóðu langt fram á nótt í gær og enduðu með því að vinstri grænir fóru fram á að málinu væri frestað fram yfir áramót.

Þeim varð ekki að ósk sinni og voru lögin samþykkt nú skömmu fyrir fréttir með 43 atkvæðum gegn sjö.

Sextán mál voru á dagskrá þingsins í dag og fram eftir degi leit ekki út fyrir að hægt yrði að ljúka þeim. Þegar á leið spýtti þingheimur í lófana og keyrðu hvert málið á fætur öðru gegnum þingið. Alþing. Samþykkt var að veiðigjald af þorski verði lækkað sem samsvarar þrjúhundruð milljónum á næsta ári. Þá var samþykkt að breyta lögum um tekjuskatt. Við það hækka viðmiðunartekjur barnabóta um 3,2 prósent og skerðingarmörkin um liðlega 8 prósent. Þá hækka vaxtabætur og sjómannaafsláttur.

Alls samþykki Alþingi 16 ný lög í dag og að því loknu fóru þingmenn í jólafrí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×