Enski boltinn

Evra hlær að enskum félögum sínum

NordicPhotos/GettyImages

Franski landsliðsmaðurinn Fabrice Evra hjá Manchester United sýndi félögum sínum úr enska landsliðinu litla samúð þegar þeir gerðu í buxurnar gegn Króötum á dögunum.

Evra fer á EM næsta sumar með Frökkum á meðan þeir ensku sitja heima í stofu. "Í hjarta mínu var ég vonsvikinn fyrir þeirra hönd en ég verð að hlæja að þeim af því þeir hefðu gert það sama við mig ef við (Frakkar) hefðum setið eftir. Ég söng ´England, England´fullum hálsi í búningsherberginu og fannst það reyndar mjög fyndið, þó þeir hefðu ekki verið sammála," sagði Evra í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×