Innlent

Kynna aðgerðir í starfsmannamálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar I. Birgisson ætlar að kynna aðgerðir í starfsmannamálum í dag.
Gunnar I. Birgisson ætlar að kynna aðgerðir í starfsmannamálum í dag.

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi og Ómar Stefánsson formaður bæjarráðs hyggjast kynna sértækar aðgerðir bæjarins í starfsmannamálum á grunnskólum og leikskólum hjá Kópavogsbæ í dag.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, sagði í samtali við Vísi í gær að fulltrúar minnihlutans hefðu vakið máls á kjörum leikskólastarfsmanna á hverjum einasta bæjarstjórnarfundi sem haldinn hefði verið í haust.

Guðríður segir að tillögur sem fluttar hafi verið um hækkun launa hafi ýmist verið felldar af meirihlutanum, þeim frestað eða vísað til umsagnar einhverra annarra, þar sem þær hafi dagað uppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×