Lífið

Jón Ásgeir steggjaður á ensku sveitasetri

Jón Ásgeir Jóhannesson var steggjaður með látum rétt fyrir utan London í gær.
Jón Ásgeir Jóhannesson var steggjaður með látum rétt fyrir utan London í gær.

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson gengur í það heilaga á laugardaginn með unnustu sinni Ingibjörgu Pálmadóttur. Vinir Jóns Ásgeirs steggjuðu hann í gær á sveitasetri ekki langt fyrir utan London með miklum látum.

Meðal þess sem Jón Ásgeir var látinn gera var að hann settur í pínulitla flugvél sem virtist vera að hrapa. Kom meðal annars reykur út úr stéli vélarinnar og snerist hún marga hringi í loftinu. Jóni Ásgeiri ku hafa verið töluvert brugðið við loftfimleikana og sagði einn gestanna að hann verið "Tekinn" að hætti Auðuns Blöndal.

Með gesta í steggjaveislunni voru æskufélagar hans Ragnar Agnarsson hjá Saga Film, kokkurinn Magnús Guðmarsson og Guðmundur Hjartarson hjá Netheimum. Auk þeirra heiðruðu athafnamennirnir Pálmi Haraldsson, Sigurður Bollason, Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson Jón Ásgeir með nærveru sinni. Gamlir samstarfsmenn úr Baugi, Einar Þór Sverrisson lögmaður og Tryggvi Jónsson, voru einnig á staðnum sem og Ari Edwald, forstjóri 365, sem rekur meðal annars Vísi.

Komið var á sveitasetrið seinni partinn í gær og skemmtu menn sér konunglega fram á kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×