Innlent

Norskir Vítisenglar: Með ljósmyndir af íslenskum lögregluþjónum í klúbbhúsinu

Átta Vítisenglum var vísað úr Leifsstöð á föstudaginn í síðustu viku.
Átta Vítisenglum var vísað úr Leifsstöð á föstudaginn í síðustu viku.

Lögreglan hefur fengið sterkar vísbendingar um að í einu af klúbbhúsum Hells Angels í Noregi séu umræddar ljósmyndir af íslenskum lögregluþjónum.

Ekki er vitað hvenær myndirnar voru teknar en grunur leikur á að það hafi verið gert þegar hópi Hells Angels manna var vísað frá landinu árið 2004.

Heimildarmenn Vísis segja íslensku lögregluna taka samtökin alvarlega enda er um ein hættulegustu glæpasamtök norðulandanna að ræða. Ástæða sé fyrir því að erlendis sendi menn ekki sömu lögregluþjónana í mál tengdum samtökunum.

Átta Vítisenglum var vísað frá landinu í síðustu viku á þeim forsendum að verið væri að tryggja öryggi landsmanna. Flestir Vítisenglanna í þeim hópi eru frá Noregi og hafa þeir meðal annars ráðið sér lögmann sem ætlar að skoða þeirra mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×