Lífið

Sífellt minna að gera hjá Pfeiffer

Hin 49 ára leikkona hefur sjaldan verið glæsilegri.
Hin 49 ára leikkona hefur sjaldan verið glæsilegri. MYND/Getty

Stardustleikkonan Michelle Pfeiffer segir að tilboðum um að leika í kvikmyndum fækki áþreifanlega eftir því sem aldurinn færist yfir. Leikkonan sem kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1979, þá 21 árs, segir í samtali við BANG Showbiz að hún fái mun færri handrit í hendurnar nú þegar hún er að verða fimmtug. Hún segir þó mikilvægt að halda áfram að reyna.

Pfeiffer er engu að síður talin eldast einstaklega vel og var í nýlegri könnun OK tímaritsins valin sú kona sem orðið hefur hvað fallegust með aldrinum. Þar trónir hún yfir glæsikvendum á borð við hina ofurfyrirsætuna Cindy Crawford, 41, og Ocean's Thirteen leikkonuna Ellen Barkin, 53.

Pfeiffer sem hét því nýlega að fara aldrei í lýtaaðgerð leikur norn í Stardust og viðurkennir að henni hafi þótt mjög gaman að leika illmenni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.