Erlent

Bílasprengja sprakk í Bilbao

Rannsóknarlögregla skoðar ummerki sprengingar í Bilbao í febrúar á síðasta ári.
Rannsóknarlögregla skoðar ummerki sprengingar í Bilbao í febrúar á síðasta ári. MYND/AFP

Að minnsta kosti einn er slasaður eftir að bílasprengja sprakk í borginni Bilbao sem tilheyrir landsvæði Baska á norðurhluta Spánar í morgun. Spænskir fjölmiðlar sögðu fyrst að maðurinn, sem er lífvörður stjórnmálamanns í jafnaðarmannaflokki staðarins, hefði látist. Þær fréttir voru síðar dregnar til baka af varnamálaráðuneytinu.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu, en fyrir nokkrum dögum fyrirskipaði dómari að margir yfirmanna aðskilnaðarflokksins Batasuna yrðu handteknir fyrir tengsl við uppreisnarmenn aðskilnaðarsinna ETA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×