Erlent

Fjallagórillur í stríðsátökum í Kongó

Uppreisnarmenn í Kongó hafa nú tekið yfir svæði í austurhluta landsins þar sem helmingur af fjallagórillum heimsins búa. Górillurnar eru í töluverðri útrýmingarhættu og hafa umhverfissinnar miklar áhyggjur af þróun mála.

Sprenguregn og skothríð heyrðust víða á svæðinu um helgina á Virunga verndarsvæðinu en þar lifir nú um helmingur af þeim 700 fjallagórillum sem eftir eru í heiminum. Skógarverðir flúðu undan skothríðinni og umhverfisverndarsamtök hafa miklar áhyggjur af þróun mála. Uppreisnarmenn hliðhollir stríðsherranum Laurent Nkunda hafa barist við stjórnarher landsins á þessu svæði í bardögum með hléum um um langt skeið.

Vitað er að á þessu ári hafa 10 górillur drepist vegna bardaga sem nú hafa blossað upp að nýju. Norbert Mushenzi forstjóri fyrir verndarsvæðið segist harma þessi átök því þau geri starfsmönnum svæðisins ómögulegt að vernda górillurnar.

Emmanuel de Merode formaður umhverfissamtakanna Wildelifedircet segir að górillurnar geti auðveldlega orðið á milli í átökum uppreisnarmanna og stjórnarhersins og farist. Nú er verið að koma á fót sjóði sem á að fjármagna fleiri þjóðgarðsverði til að líta eftir górillunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×