Fótbolti

Opnar vefsíðu með mistökum dómara

NordicPhotos/GettyImages

Formaður knattspyrnudeildar búlgarska liðsins Spartak Varna hefur fengið nóg af lélegri dómgæslu í úrvalsdeildinni þar í landi. Hann segist ætla að setja upp vefsíðu helgaða mistökum dómara í deildinni.

Formaðurinn fékk nóg um helgina eftir að dómarinn Asen Nikolov vísaði miðjumanninum Velimir Ivanovic af velli í 2-1 tapi Spartak gegn Belasitsa Perich í deildinni.

"Ég ætla að setja upp svona heimasíðu undir eins til að sýna fólki hvað er í gangi. Ég ætla líka að setja mig í samband við önnur félög í deildinni og fá hjá þeim myndbönd af leikjum þeirra þar sem dómararnir eru að gera hver sorglegu mistökin á fætur öðrum," sagði formaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×