Fótbolti

Norðmenn slógu út heimamenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Isabell Herlovsen fagnar markinu mikilvæga í dag.
Isabell Herlovsen fagnar markinu mikilvæga í dag. Nordic Photos / Getty Images

Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og slógu út heimamenn í fjórðungsúrslitum HM kvenna í Kína.

Isabell Herlovsen skoraði eina mark leiksins á 32. mínútu. Það kom sending inn á teig og var engu líkara en að varnarmenn Kína hafi einfaldlega gleymt sér því Herlovsen stal einfaldlega boltanum af bakverði kínverska liðsins og skilaði honum í netið.

Norðmenn áttu svo skot í þverslá á 53. mínútu.

Kínverjar reyndu hvað þeir gátu til að jafna og sóttu mikið á lokamínútunum en án árangurs.

Þetta er frábær árangur hjá Norðmönnum að komast í undanúrslit keppninnar en að sama skapi mikil vonbrigði fyrir heimamenn.

Norðmenn eiga þó erfitt verkefni fyrir höndum í undanúrslitum þar sem andstæðingurinn er Þýskaland sem eru heims- og Evrópumeistarar.

Sá leikur fer fram á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×