Enski boltinn

Mourinho varð að víkja

Nordicphotos/Getty images.

Jose Mourinho varð að fara frá Chelsea af því samband hans við forráðamenn félagsins var orðið óviðunandi. Þetta segir í tilkynningu frá félaginu í dag.

"Ástæðan fyrir atburðum gærkvöldsins er sú að stjórn Chelsea sá það sem svo að brestur í samstarfi knattspyrnustjórans við stjórnina var farinn að hafa áhrif á frammistöðu liðsins á knattspyrnuvellinum. Úrslit síðustu leikja sýna þetta og því var ákveðið að gera eitthvað í málinu," sagði í yfirlýsingu frá Chelsea í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×