Fótbolti

Norðmenn áfram eftir stórsigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Isabell Herlovsen fagnar marki sínu gegn Gana í dag.
Isabell Herlovsen fagnar marki sínu gegn Gana í dag. Nordic Photos / Getty Images

Noregur og Ástralía eru komin áfram í fjórðungsúrslit á HM kvenna í knattspyrnu í Kína.

Noregur vann stórsigur á liði Gana, 7-1, á sama tíma og Kanada vann Ástralíu í spennandi leik, 2-1. Ástralir komust yfir í leiknum.

Norðmenn urðu efstir í C-riðli með sjö stig og mæta því liðinu sem lendir í öðru sæti í D-riðli.

Ástralía og Kanada gerðu jafntefli í æsispennandi leik. Melissa Tancredi kom Kanada yfir strax á 1. mínútu en Collette McCallum jafnaði metin fyrir Ástrali á 53. mínútu.

Christine Sinclair kom Kanada aftur yfir á 85. mínútu og hefðu það orðið úrslit leiksins hefði Kanada farið áfram á kostnað Ástrala.

Það var hins vegar Cheryl Salisbury sem skoraði annað jöfnunarmark Ástrala tveimur mínútum eftir að venjulegum leiktíma lauk.

Ástralar fengu fimm stig í riðlinum en Kanada fjögur.

Keppni heldur áfram síðar í dag en þá verða leiknir síðustu leikirnir í riðlakeppninni.

Heimamenn í Kína mætir Nýja-Sjálandi og Brasilía mætir Danmörku. Báðir leikirnir eru í D-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×