Enski boltinn

Henderson skaut Watford á toppinn

Glókollurinn Henderson hefur skorað 5 mörk í 3 leikjum fyrir topplið Watford
Glókollurinn Henderson hefur skorað 5 mörk í 3 leikjum fyrir topplið Watford NordicPhotos/GettyImages
Tvö mörk frá framherjanum Darius Henderson tryggðu Watford 2-1 útisigur á Cardiff í ensku Championship deildinni í knattspyrnu í kvöld og um leið efsta sætið í deildinni. Það var gamla kempan Jimmy Floyd Hasselbaink sem skoraði mark Cardiff sem var hans fyrsta fyrir félagið. Á sama tíma skildu Southampton og Colchester jöfn 1-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×